Veisludagurinn hér undir Blákolli við Hafnarfjall hófst með þéttri þoku og hefbundnum morgunverkum. Á biblíulestri töluðum við saman um bænina, flettum upp sálmi 23 í nýja testamenntinu og fórum með hann en hann er um fjögur þúsund ára gamall. Brennókeppnin hefur verið spennandi en í dag var spennustigið í hámarki þegar tvö lið voru jöfn og var blásið til úrslitaleiks eftir kaffi sem var mjög spennandi. Í hádegismat var boðið upp á kjúkling, kartöflur og kokteilsósu. Eftir hádegismat fóru stelpurnar í ratleik en þessi gula lét sjá sig í fyrsta sinn í þessum flokki. Boðið var upp á rice krispís og brauðbollur í kaffitímanum. Sólin skein og stelpurnar voru duglegar að leika úti hoppudýnan var blásin upp og  eftir kaffi var pottur og punt, fléttur, nudd og almenn kósýheit. Allar fóru í hrein og fín föt fyrir veislukvöldverðin þar sem þeim var þjónað til borðs. Besta pizza sem stelpurnar hafa smakkað var í kvöldverðin og ís í eftirrétt. Veislukvöldvaka er frábrugðin hinum kvöldvökunum því þá skemmta foringjarnir en það voru sýnd mörg frábær leikrik og loks var Ölverslagið 2018 kynnt. Það var því sungið og dansað fram að kvöldkaffi. Stelpurnar borðuðu ávexti og áttu svo gott síðasta kvöld með bænakonunum sínum og lúsmý en það voru nokkrar bitnar en þær láta það ekkert á sig fá. Góður dagur að kveldi komin en á morgun er brottfaradagur.

 

Sólskinskveðja

Ólöf Dómhildur