Furðuleikar og leynivinaleikur.

Dagurinn í dag byrjaði með hefbundnum hætti en eftir hádegismat (lasagne) var blásið til FURÐULEIKA! Stelpunum var þá skipt upp eftir herbergjum og hvert herbergi einkennt með lituðu Ölvers-vesti. Þær áttu svo að fara á milli stöðva og leysa hinar ýmsu þrautir ýmist sem einstaklingar og sem hópur. Þrautirnar voru margar hverjar virkilega furðulegar og var meðal annars keppt í stígvélasparki, furðuveru, grettum, BROSI, kleinu-björgun, könglulóáannarri-boðhlaupi og lautarhlaupi.

Eftir furðuleika var komið að kaffi. Eftir kaffi reyndi starfsfólkið að blása til hæfileikasýningar en stelpurnar voru heldur feimnar og var því ákveðið að geyma það þar til seinna. Í stað sýningarinnar var stelpunum safnað saman inn í matsal og settur af stað leynivinaleikur en sá leikur hefur heldur betur slegið í gegn.

Þegar allir voru búnir að útbúa póstkassa og föndra eitthvað fallegt fyrir leynivininn var komið að kvöldmat (grjónagrautur).  Eftir kvöldmat var að sjálfsögðu kvöldvaka með öllu tilheyrandi en í lok kvöldvöku var stelpunum skipt í lið og þær sendar út í Mission Impossible! Þar fengu þær lista með hinum ýmsu þrautum sem þær þurftu að leysa í sameiningu og fengu misjöfn stig fyrir hvert atriði.

Stelpurnar komu svo inn í kvöldkaffi og fóru svo beint í að gera sig til fyrir svefninn.

Nokkuð fljótar að sofna eftir viðburðarríkan dag.

Ölverskveðja
-Forstöðukona-