Eftir hádegismatinn fóru þær í gönguferð niður að á í sól og blíðu…bussluðu og trölluðu eins og sannar Ölversmeyjar
Eftir kaffi var hópnum skipt í þrennt og skiptust þær á að fara á þrjár mismunandi stöðvar – málað frá hjartanu um upplifunina hingað til, gagnræður þar sem tekin var fyrir spurningin „hvað er ég búin að læra um sjálfa mig síðan ég kom í Ölver?“ og þriðja stöðin var kókoskúlugerð og einnig skrifuðu þær og klipptu út, á skapanadi hátt, fallegustu orðin sem þær kunna. Eftir það var farið í pottinn og tvö herbergi eru nú að æfa leikrit fyrir kvöldvökuna. Í kvöld verður svo hefðbundin kvöldvaka með leikritum, söngvum og leikjum og mun dagurinn enda í kósí kaffihúsa stemmingu þar sem þær munu gæða sér á kókoskúlunum og dýrindis heitu súkkulaði og vöfflum. Fleiri fréttir á morgun!
Kær kveðja,
Erla og Kristín