Í morgun vöknuðum við með sól í hjarta. Við byrjuðum daginn á morgunmat, fánahyllingu og tiltekt eins og venjulega. Síðan var haldið á biblíulestur sem hófst á kyrrðarbæn. Einnig spjölluðum við um kærleikann, kærleika Guðs, mikilvægi þess að sýna sjálfum sér kærleika og kærleikann til annarra, allt þetta þrennt, sem er svo samofið.  Í kjölfarið föndruðu þær hjarta sem þær skrifuðu öðru megin á „Ég er nóg“ en hinu megin uppbyggilegar setningar sem þær myndu vilja segja við sig sjálfar á hverjum degi.

Í hádegismatinn var lasagne og salat. Því næst var þeim skipt í þrjá hópa sem skiptust á að mála frá hjartanu inn í leikskála, þar sem mikil sköpun átti sér stað og andrúmsloftið sem myndaðist var magnað. Þegar stelpurnar lýstu myndunum sínum komu upp orð eins og ást, friður, birta, vinátta, ljós og Ölver. Hinar sem ekki voru að mála voru úti í sólinni að renna sér á „flennibraut“,  og skoppa á hoppudýnu  😉

Í kaffitímanum var nýbakað gúmmelaði eins og vanalega og drukkið var úti. Eftir kaffi hélt málningin og útiveran áfram þar til tvö herbergi fóru að æfa leikrit fyrir kvöldið.

Í kvöldmat var kakósúpa með kornflexi. Síðan var blásið í kvöldvöku þar sem herbergin tvö sýndu leikrit og leiki. Eftir kvöldvöku komum við stelpunum á óvart með náttfatapartýi, þar sem var mikið stuð og gleði. Í kvöldkaffi voru íspinnar.

Á morgun er svo veisludagur 😉 Fleiri fréttir þá!

Kær kveðja úr yndilega Ölveri

Erla & Kristín