Eftir hádgegismat í gær þar sem stelpurnar snæddu hakk og spaghetti héldum við í göngu niður að Hafnará. Sumar klæddu sig í sundföt á meðan aðrar fóru í stígvél en vel flestar fóru ofan í ána og sumar blotnuðu meira en aðrar. Þar sem sólin heiðraði okkur með nærveru sinni ákváðum við að hafa kaffitímann úti, við fórum uppá leikvöll sem er í sumarbústaðahverfinu. Þegar upp í Ölver var komið aftur var hönnunarkeppni, stelpurnar fengu svartan plastpoka og máttu nota eitthvað úr náttúrinni og hugmyndarflugið. Við settum hoppudýnuna einng í gang og naut hún vinsælda.

Í kvöldmat var kakósúpa og brauð, en hér í Ölveri er hefð fyrir að setja kornflakes út á. Stelpurnar tóku vel til matar síns.  Kvöldvakan var svo á sínum stað og tvö herbergi síndu leikrit, mikið var sungið og kvöldvakan endaði svo með hugleiðingu um gullnu regluna og kvöldsöngurinn okkar fallegi er alltaf endapunkturinn. Aðstoðarforingjarnir okkar ruddust svo inn á kvöldvökuna með látum og tilkynntu um náttfatapartý, mikið var dansað og stelpurnar fengu íspinna og heyrðu sögur í lokin. Vel gekk að koma stúlkunum í svefn eftir þenna viðburðarríka dag, en ró var komin í skálann kl. 22:15.

Stelpurnar eru að standa sig vel og hefur allt gengið stóráfallalaust fyrir sig. Þeim semur vel og lítið um árekstra og grátur, einhverjar eru eðlilega með smá heimþrá en það er auðvelt að dreifa huganum hér og smá heimþráar-djús hefur líka hjálpað.

Í dag er veisludagur sem mun enda með pizzaveislu og kvöldvöku þar sem starfsfólkið mun leika leikrit. Fyrst er þó á dagskrá Fárán-leikar, þar sem stelpurnar taka þátt í ýmsum skrýtnum þrautum, hádegismatur (fiskibollur, hrísgjrón og karrýsósa),kaffitími, heitur pottur/sturta og fleira.

 

Hér er tengill á myndir frá dögunum hér.

https://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/albums/72157693863926760/page2/

 

Kveðja frá okkur öllum í Ölveri