Eftir góðan Veisludag í gær sofnuðu stelpurnar sætt og rótt og var komin ró í skálann kl. 22:15. Á veislukvöldvökunni var starfsfólkið með skemmtiatriði sem endaði með því að þær sungu Ölvers-eurovisionlagið (sem er nýr texti við eitthvað eurovision lag) ásamt léttum danssporum. Það vakti mikla lukku. Stelpurnar fá textann með sér heim ásamt öðrum lagatextum sem við syngjum mikið hér.
Þær vöknuðu flestar uppúr 8 í morgun og sumar spruttu á fætur til að pakka strax niður í töskur, þær fengu svo aðstoð við að pakka, en ef að eitthvað skilar sér ekki heim má nálgast óskilamuni á skrifstofuna á Holtavegi 28.
Biblíulesturinn var svo á sínum stað og fórum við yfir það hvað stelpurnar hafa fengið að læra þessa vikuna. Við höfum lagt áherslu á Jesú, hver hann var, að hann elskar okkur og að við eigum að elska náungann.
Eftir hádegi var svo fjársjóðsleit og lokastundin með verðlaunaafhendingu er svo í gangi núna.
Við erum fullar af þakklæti fyrir þessa daga sem við höfum átt með þessu skemmtilegu stelpum og vonum svo sannarlega að við sjáum sem flestar að ári.
Bestu kveðjur frá öllu strafsfólki Ölvers