Dagurinn byrjaði með hefðbundnum hætti, morgunmat, fánahyllingu, tiltekt og morgunstund. Fengu stúlkurnar að heyra af Kristrúnu og sögu sumarbúðanna í Ölver. Eftir morgunstundina hófst svo hin æsispennandi brennókeppni flokksins og bera liðin nöfn íslenskra rappara. Eftir gómsætan hádegismat voru Furðuleikarnir, þá kepptu stelpurnar í allskonar skemmtilegum og skrítnum keppnum eins og stígvélakasti, rúsínuspýtingum, sippkeppni, fiskibollubjörgun og mörgum öðrum.
Í kaffitímanum í dag var boðið upp á bollur og skúffukaka, sem hvoru tveggja runnu ljúflega niður. Svo fengu öll herbergi að fara í pottinn.
Svo var kvöldmatur(grjónagrautur og brauð) og kvöldvaka þar sem Fuglaver og Fjallaver sáu um leikrit og leiki. Þegar kvöldvökunni var að ljúka komu foringjarnir inn og tilkynntu stelpunum að nú væri náttfatapartý. Drifu þær sig í að hátta og þær dönsuðu, sáu leikri, fengu ís og heyrðu sögu áður en þær fóru svo að sofa.
https://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/sets/72157699591509634/