Það voru kátar og spenntar stelpur sem komu í Ölver um hádegi á komudegi.
Þeim var raðað niður í herbergi  en þau eru sex talsins. Svo fengu þær skyr og brauð í hádegismat. Eftir hann fóru þær í göngu um svæðið. Í kaffinu fengu þær hjónabandssælu og bananabrauð og eftir kaffið var farið út í íþróttahús þar sem þær lærðu að spila brennó en það verða brennókeppnir alla morgna.
Fengu þær svo smá frjálsan tíma til að kynnast svæðinu áður en blásið var til kvöldmatar. Þá fengu þær ótrúlega góðar fiskibollur með karrýsósu. Síðan var kvöldvaka þar sem þær sungu auk þess Lindarver og Skógarver sáu um leikrit og leiki kvöldvökunnar. Eftir kvöldvökuna var svo bíókvöld, þar sem horft var á Svamp Sveinsson myndina og boðið upp á popp. Þegar myndin var búin voru það þreyttar stúlkur sem fóru í bólið. Bænakonur hvers herbergis komu svo inn til þeirra. Vel gekk að koma ró á húsið og sáttar og sælar stúlkur sem sofnuðu fyrstu nóttina sína í hér í þessum flokki.
Þessi hópur er hreint út sagt frábær, þær eru ótrúlega hlýðnar og góðar. Það verður gaman að gera eitthvað skemmtilegt í vikunni með þessum frábæru stelpum!

https://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/sets/72157699591509634/