Góðan dag! Í dag gerðum við margt skemmtilegt. Morguninn var hefðbundinn, morgunmatur, fánahylling, tiltekt, morgunstund og brennó. Í hádegismat fengu stúlkurnar grænmetisbuff og kúskús.  Í hádegismat fengu þær að vita að þær voru á leiðinni í óvissuferð! Rúta sótti okkur eftir matinn og fór með okkur í Borgarnes þar sem við fórum í Safnahús Borgarfjarðar og sáum sýninguna „Börn í 100 ár“. Þar voru myndir og fróðleikur um hvernig börn léku sér fyrir 100 árum síðan, auk fuglasýningar. Stelpunum fannst þetta mjög áhugavert, og var leiðsögukonan sem fylgdi hópnum gáttuð á því hvað þær voru stilltar, áhugasamar og hlustuðu vel. Eftir safnið fengu þær síðan kaffi í Skallagrímsgarði og svo var farið í sund í dásamlegu veðri. Þegar heim var komið var frjáls tími og kvöldmatur (pastasalat og hvítlauksbrauð). Á kvöldvökunni sáu aðstoðarforingjar um leikrit og Rósa foringi kenndi stúlkunum mörg ný skemmtileg ný lög.
Þegar kvöldvökunni var um það bil að ljúka heyrðu stúlkurnar hljóðið í lúðrinum berast að utan og hlupu af stað til að leita að því hvaðan hljóðið kæmi.  Fundu þær kú og kind við aparóluna sem stóðu þar með sykurpúða og spjót, og boðið var upp á grillaða sykurpúða, söng og smá fjör svona í lok flotts dags.

Sofnuðu svo allar fljótt og vel eftir mikla útiveru.

https://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/sets/72157699591509634/