Stelpurnar voru flestar sofandi þegar vakið var kl 9. Enda búin að vera brjáluð dagskrá. Dagurinn í dag var engin undanteking. Eftir morgunmat var biblíulestur og svo brennó-keppni eins og venjulega. Í hádegismat voru fiskibollur og hrísgrjón með karrýsósu (eða öfugt fyrir sumar) #aldreiofmikiðafkarrýsósu. Beint eftir mat var þeim tilkynnt að þær þyrftu sundföt, húfu, tannbursta, sokkar og nærur fyrir óvissuferðina sem að við værum að fara í. Við fórum ss á Akranes, byrjuðum á Langasandi í yndislegu veðri. Buslað, dottið í sjóin og byggðir sandkastalar. Svo röltum við yfir i sundhöllina þar sem við lágum í potta-leti á milli rennibrautaferða. Eftir sundið borðuðum við kaffi á fótboltavelli stutt frá; pizzasnúðar og súkkulaðabitakökur. Eftir það keyrðum við aftur uppí Ölver í mjög þögulli og dasaðri rútu. Í kvöldmatinn var svo ávaxtasúrmjólk og pizzabrauð sem vakti mikla lukku. 
Á kvöldvökunni voru Fjallaver og Skógarver með leikrit og leiki sem heppnaðist allt mjög vel. Í framhaldi af kvöldvökunni var svo bíókvöld. Horft var á fimleikamyndina Stick it og borðað popp og djús með. Það hefur sjaldan verið jafn létt að fá 45 stelpur í háttinn og eftir bænaherbergin voru þær sungnar í svefn, en það er spurning er hvort að einhver þeirra hafi verið vakandi til þess að hlusta. Ef þið „eltið“ Ölver – skemmtilegar sumarbúðir á facebook eða á instagram getið þið séð brot af svæfingarsöngnum. Og kannski sýnt þeim þegar þær koma heim, af því að þær voru steinssofandi! 

Lúsmýið heldur áfram að herja á börn og starfsfólk. Mildison, kælipokar, aloe vera og kláðakrem eru nýju bestu vinir okkar. Seinustu tvær nætur höfum við lokaða gluggum á næturnar og haft herbergishurðir opna út á gang til að minnka flugu-umgang. Við settum líka í innstungurnar svona „flugufælu“, sjáum hvort hún virki í nótt. 

https://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/albums/72157708985286143

Sólarkveðja úr Ölver

Forstöðukona