Þá er nýr og dásamlegur dagur runninn upp í Ölverinu okkar. Sólin skín og allir eru hressir eftir nóttina og góðan svefn. Dagurinn byrjaði eins og venja er á morgunverði, fánahyllingu og tiltekt. Þá hittumst við á morgunstund og í dag spjölluðum við um Jesú og hvað einkenndi líf hans og persónu, hvernig hann mætti öllum með kærleika og sá fegurðina í öllum. Þær heyrðu söguna um Bartimeus blinda sem upplifði umbreytingu á sínu lífi eftir að hafa hitt Jesú. Stelpurnar eru mjög áhugasamar og spyrja mikið og tjá sig mikið sem er dásamlegt. Þær syngja líka einstaklega vel og hlusta.
Þá var haldið í brennókeppni og síðan í hádegismat en í matinn var grænmetisbuff og cous cous.
Eftir hádegið fóru þær í gönguferð niður að Hafnará þar sem þær busluðu í sólinni. Í kaffitímanum var boðið uppá nýbakaða kanilsnúða og súkkulaðiköku.
Eftir kaffi var farið í heita pottinn og höfð dekurstund þar sem allir puntuðu sig fyrir kvöldið. Þá var blásið til veislumáltíðar þar sem allir fengu pizzur, djús og rice crispies kökur í eftirrétt.
Foringjarnir sáu um að skemmta stelpunum á kvöldvökunni og sýndu hvert leikritið á fætur öðru að sinni allkunnu snilld. Það var mikið hlegið og skemmtu stelpurnar konunglega.
Hressar og kátar fóru stelpunar í rúmið eftir að hafa fengið popp í kvöldkaffi. Frábær dagur að baki með frábærum stelpum.
Kær kveðja
Erla Björg forstöðukona og starfsfólk Ölvers