Þri (2.7.19) Fyrsti heili dagurinn gekk ótrúlega vel. Yndislegt veður allan daginn og stelpurnar komu rétt svo inn til þess að borða. Á hverjum morgni er vakið (yfirleitt kl 9) og morgunmatur hálftíma seinna. Hafragrautur og morgunkorn. Svo taka stelpurnar til í herbergjunum sínum og gera allt snyrtilegt, af því að svo þegar þær fara upp á morgunstund, dæmir foringi snyrtimennsku þeirra í herbergjunum sem er hluti af snyrtimennsku-og hegðunarkeppninni sem er í gangi alla vikuna. Á morgunstundinni eru sungin lög, beðin bæn, flett upp í biblíunni og þær heyra biblíusögu. Í gær talaði ég reyndar um upphaf sumarbúðanna og fólkið sem stóð af því. Eftir morgunstund var komið að fyrstu umferð brennómótsins sem að sumar hafa beðið óþreyjufullar eftir. Hópnum er skipt í 6 lið og keppa þau öll á móti öllum, einn leikur á lið á dag. Það lið sem stendur uppi sem siguregari fær að keppa á móti foringjunum á heimfarardag. Það er nammiþema á liða-nöfnunum þessa vikuna en liðin heita; Djúpur, Tromp, Nóa Kropp, Trítlar, Þristar og Piparfylltar lakkrísreimar. Í hádegismat var grænmetisbuff með kúskúsi. Eftir mat fórum við í gönguferð niður að læk, ca 10 mínútna labb. Þar var mjög gamana, flesta fóru að vaða, sumar á tánum og sumar í stígvélum. Við fegnum kaffið þangað, skinkuhorn og smákökur. Þegar við komum aftur í Ölver var hárgreiðslukeppni sem var mjög vinsælt. Mikið hugmyndaflug. Svo fór eitt og eitt herbergi í heita pottinn. Í kvöldmat voru kjötfarsbollur, kartöflumús og brúnsósa. Rauk út. Svo var kvöldvaka. Þar var eitt herbergi með leikrit sem gekk mjög vel. Beint þaðan fórum við svo niður í laut, grilluðum sykurpúða og sungum saman lög. Pissa – bursta – náttföt og leikir/saga/spjall með bænakonunni inná herbergi fyrri svefninn. Flestar sváfu svo alla nóttina. Í gær voru þær allar vaknaðar fyrir kl 9, en í dag voru þær greinilega þreyttari, nokkrar með opin augun kl 9, restina þurfti að vekja úr djúpum svefni. 
Flugurnar tóku sér langt helgarfrí, vonandi bara út sumarið. Engin lúsmý bit hingað til, 3-4 mýflugubit hins vegar. #fingerscrossed