Mið (3.7.19) Flestar stelpur voru ennþá sofandi þegar vakið var í morgun kl 9. Morgunmatur, fánahylling, taka til og biblíulestur. Þar sagði ég frá dæmisögunni um húsið á sandinum og á bjarginu. Eftir það var brennó. Í hádegismat voru kjúklingaleggir, kartöflur og kokteilsósa. Síðan í nótt hefur rignt en frekar stillt. Við drifum okkur allar út í rigninguna í ratleik. Nú hanga pollagallar á hverjum einasta snaga í húsinu. Í kaffitímanum var kókos-kaka með súkkulaði kremi og bananabrauð. Svo fengu stelpurnar klst til þess að undirbúa atriði fyrir hæfileikakeppnina. Allt gekk það vel og dramalaust fyrir sig. .. eða svona.
Í kvöldmat var salatbar. Mjöög gaman og kúl að fá að velja sjálfar. Kalt pasta, grænmeti og kjúlli síðan í hádeginu. Eftir mat var kvöldvaka þar sem eitt herbergi var með leikrit. Þegar stelpurnar voru búnar að koma sér í náttfötin byrjaði búsáhaldabyltingin vol 2 og öskrað var „Hæ hó og jibbí jei og jibbí íjei – það er komið náttfatapartý!“. Dansað fram eftir, ása-og stoppdans, leikrit, ís og saga. Svo var reynt að koma stelpunum í rúmið .. gekk ágætlega en allar frekar upptjúnaðar. Sofnuðu samt allar á endanum.
Lúsmýið hefur kíkt í heimsókn seint í gær. Í morgun voru nokkrar stelpur og foringjar með bit hér og þar. Engin með fleiri en 13. Það er staðfest met í flokknum. Flugurnar láta sig hverfa í rigningunni, þegar ég benti stelpunum á það hlupu þær út og sungu „mér finnst rigningin góð“ .
.