Ég hélt að þessi frétta hefði farið inn á síðuna í gær, en tæknitröllið ég gerði einhvern feil. En hér eru fréttir frá fimmtudeginum.
Fim (4.7.19) Í gær var farið frekar seint að sofa. Þótt að vakningu væri seinkað um hálftíma voru þær flestar ennþá með hausinn á koddanum. Morgunmatur, fánahylling, taka til og biblíulestur.Í dag talaði ég um Sakkeus. Eftir það var brennó. Í hádegismat var ávaxtasúrmjólk og pizzabrauð. Í beinu framhaldi fóru stelpurnar í ævintýragang. Þá vorum við búnar að undirbúa ævintýri í nokkrum herbergjum og þær gengu á milli ævintýra í halarófu með bundið fyrir augun. Meðal annars heimsóttu þær Þyrnirós, sjóræningja, norn og trúð. Svo var vinsælasti viðburður dagsins; kaffi! Buðum uppá brauðbollur og jógúrtköku. Eftir kaffi stytti upp og við ákváðum að henda okkur í gönguferð. Löbbuðum upp að steini (hvítur steinn í fjallinu, ca klst fram og til baka). Tónlist og sól, mjög góð stemning. Í kvöldmat var svo spakk og hakkedí. Á kvöldvöku voru 2 herbergi með leikrit og í beinu framhaldi var bíókvöld. Við horfðum á fimleika myndina Stick it, borðuðum blátt popp og grænan djús. Svæfing hefur sjaldan gengið jafn vel, allir rólegir eftir bíókvöld og útkeyrðir eftir daginn. Lúsmýið lætur okkur að mestu í friði, eitt og eitt bit en ekkert til þess að skrifa um.