Sun (7.7.19) Vöktum í dag, heimfarardag, kl 9. Morgunmatur og svo pakkað í töskurnar. Svo var biblíulestur þar sem ég talaði um upprisuna. Eftir það var hið eftirbeðna foringjabrennó þar sem foringjarnir kepptu fyrst við sigurliði, Trítlana, og svo við allar stelpurnar. Grilluðum svo pylsur úti í góða veðrinu. Eftir mat var smá frjáls tími þangað til að lokastundin byrjaði kl 14. Þá fengu allar stelpurnar verðlaun fyrir allar keppnirnar sem þær tóku þátt í í vikunni; hæfileika-, hárgreiðslu-, hegðunarkeppni, Ölversleika og ratleik. Við sungum Ölverslagið 2019 saman aftur og sýndum eitt foringjaleikrit. Kl 15 kom svo rútan og þær voru leistar út með eplum og kexi. Söngsæl rútuferð alla leið heim. Frábær vika að enda komin.
Takk kærlega fyrir að treysta okkur fyrir börnunum ykkar. Þær eru allar yndislegar, frábært að kynnast þeim öllum. Þær eru ótrúlega duglegar og góðhjartaðar. Vona að þær komi aftur og aftur hingað í Ölver.
Yours truly – Gríma, forstöðukona.