STELPUR Í STUÐI

Stelpur í stuði er flokkur sérstaklega ætlaður hressum stelpum á aldrinum 10-12 ára sem eru með ADHD og aðrar skyldar raskanir. Á staðnum verður reynslumikið starfsfólk á því sviði. Vönduð dagskrá og sjálfsögðu verður haldið í Ölvershefðir. Ath sækja þarf sérstaklega um dvöl í flokkinn á þar til gerðu umsóknarformi, sjá www.kfum.is.

ÆVINTÝRAFLOKKUR

Ævintýraflokkarnir hafa verið mjög vinsælir í Ölveri og færri komist að en vilja. Í þessum flokki fara stelpurnar úr einu ævintýri í annað , mikil dagskrá og brjálað fjör.

LISTAFLOKKUR

Í þessum flokki er lögð er áhersla á listir og skapandi starf af ýmsu tagi.

LEIKJAFLOKKUR

Leikjaflokkur er flokkur fyrir stelpur á aldrinum 7-10 ára og er frábær flokkur fyrir þær sem eru að koma í fyrsta skipti í sumarbúðir. Hér er skemmtileg og fjölbreytt dagskrá og ættu allar að finna sér eitthvað við sitt hæfi.

FÓKUSFLOKKUR

Fókusflokkurinn hefur sannarlega fest sig í sessi síðustu ár er nú  í boði fyrir 11-13 ára stelpur.

Fókusflokkur er tilvalinn fyrir þær sem vilja auka leiðtogafærni sína og hafa jákvæð og góð áhrif á sjálfan sig og aðra. Viðurkenndir markþjálfar hafa umsjón með flokknum. Takmarkaður fjöldi þátttakenda.

UNGLINGAFLOKKUR

Unglingaflokkur er 7 daga flokkur fyrir stelpur á aldrinum 13-15 ára.  Frábær dagskrá í bland við slökun og dekur, útivist og óvæntar uppákomur.