Veisludagur

Stelpurnar vöknuðu ferskar í morgun og fengu dýrindis morgunmat. Farið var svo á morgunstund þar sem stelpurnar fengu að heyra sögu og lærðu Faðir vorið. Síðan skrifuðu stelpurnar allar eitthvað fallegt um hvor aðra. Eftir það var farið út í mjög gott sumarveður þar sem stelpurnar sleiktu vel og lengi sólina, sumar kannski aðeins of lengi (aðallega starfsfólk). Eftir hádegismatinn var svo farið í ævintýraferð að læk þar sem stelpurnar busluðu, vöðuðu og léku sér í læknum. Boðið var upp á köku og snúða í kaffinu og fengu stelpurnar svo að fara í potta og fá hárgreiðslu eftir. Í veisludagskvöldmat var boðið upp á pizzur sem stelpurnar fengu að gera sjálfar og var svo mjög skemmtileg veisludagskvöldvaka sem foringjar sýndu leikrit. Eftir kvöldvökuna horfðu stelpurnar svo á afganginn af myndinni sem þær byrjuðu á í gær og fengu ís í kvöldkaffi. Stelpurnar sofnuðu sáttar eftir mjög viðburðarríkan og góðan dag!

Á morgun er lokadagurinn og mun rútan koma í bæinn um kl. 14 að Holtaveg 28. Þeir sem sækja börnin upp í Ölver, þá er gott ef þau eru sótt í seinasta lagi kl. 13.

Flokkurinn hefur gengið mjög vel og virðast stelpurnar una sér vel hér í Ölveri. Hlökkum til að sjá alla aftur að ári liðnu.

Restin af myndunum koma inn í lok þessarar viku eða í byrjun næstu viku 🙂

-Guðlaug María og Ólöf Birna
forstöðukonur í Stelpur í stuði