Að vanda vöknuðu stúlkurnar sprækar og glaðar kl.08:30 og við tók hefðbundn morgundagskrá.

Í hádegismatnum var boðið upp á fiskibollur og hvítlauksbrauð.  Þegar allar höfðu borðað nægju sína hlupu þær út í góða veðrið og gerðu sig klárar fyrir Ölversleikana.  En í þeim er keppt í hinum ýmsu skemmtilegu greinum s.s ljóðagerð, breiðasta brosinu, furðuverugerð, rúsínuspýtingum og sígvélasparki svo eitthvað sé nefnt. Skemmtu þær sé allar vel og komu rauðar og sællegar inn í kaffi.  Á boðstolnum í dag var bananabrauð, súkkulaðibitakökur og karamellulengjur.

Það sem það var veislukvöld í vændum, fóru nú allar stúlkurnar í heita pottinn eða sturtu, og klæddu sig síðan í spariföt.  Upp í kvöldvökusal biðu svo foringjar og aðstoðarforingjar eftir þeim til að gera fléttur eða aðrar greiðslur í þær sem vildu.

Rúmlega kl.19 var blásið til veislukvöldverðar þar sem á boðstólnum voru dýrindis pizzur og voru stúlkurnar himinsælar með matinn og eftirréttinn sem voru rice krispice kökur :o)

Að vanda á veislukvöldu voru það starfsmenn sumarbúðanna sem sáum um síðustu kvöldvöku flokksins, þar sem Ölverslagið 2020 var afhjúpað fyrir þessum flokki.  Þegar kvöldvökunni lauk fór hver bænakona með sínu herbergi út úr kvöldvökusalnum og var vakað heldur lengur en venjulega, þar sem mikið þurfti að spjalla og fara yfir eftir góða daga í flokknum.

 

Á heimferðardegi voru það frekar þreyttar stúlkur sem komu í morgunmat kl.09, en um leið spenntar að vera á leið heim til fjölskyldnanna sinna.

Eftir frágang í herbergjum, Biblíulestur og foringjabrennó, fengu stúlkurnar pylsur sem borðaðar voru úti í góða veðrinu.  Síðan tók við lokastund þar sem sungið var, farið yfir óskilamuni og fleira áður en haldið var heim.

Vil ég fyrir hönd starfsmanna í leikjaflokki þakka fyrir frábær kynni á flottum stelpum sem voru hjá okkur í flokknum, þið kæru aðstandendur megið vera stolt af stelpunum ykkar.  Vonandi sjáum við þær sem allra flestar aftur að ári í Ölver.

 

Brynja Vigdís, forstöðukona