Dagurinn í dag er heimfarardagur en hann byrjaði með hefðbundnu sniði, morgunverði, fánahyllingu og síðan var pakkað niður í töskurnar. Á biblíulestrinum rifjuðum við upp hvað við höfum lært í vikunni og ræddum um hvað þær tækju með sér heim í veganesti.

Farið var í foringjabrennó þar sem vinningslið brennókeppninnar, „Snapchat“, keppti við foringjana en síðan fengu allar stelpurnar að keppa við starfsfólkið sem erfitt reynist nú að sigra í þessari þjóðaríþrótt hér.

Í hádeginu er planið að grilla pylsur ef veður leyfir og síðan hittumst við á lokastund. Þar fer fram verðlaunahátíð og sungið verður Ölverslagið 2020.

Rútan fer héðan kl.15 og verður komin á Holtaveg um kl.16.

Við þökkum fyrir frábæra daga hér í Ölveri og vonumst til að sjá alla að ári.