Við erum allar sammála um að við hefðum viljað eiga eitt kvöld í viðbót með flokknum, það var erfitt að kveðja þær!

Heimfarardagurinn gekk mjög vel fyrir sig, stelpurnar voru snöggar og duglegar að pakka dótinu í morgun og taka til í herbergjunum sínum. Þá gáfu þær ekkert eftir þegar þær kepptu við okkur í brennó (bæði sigurliðið og allur hópurinn) og röðuðu allar inn viðurkenningum og verðlaunum á lokastundinni.

Unglingaflokkurinn í ár var eiginlega einstakur hópur! Hver og ein algjörlega frábær og algjör forréttindi fyrir okkur að hafa fengið að kynnast þeim og vera með þeim í heila viku. Við eigum eftir að sakna þeirra og vonumst innilega til að sjá þær allar aftur á næsta ári!

Við þökkum hópnum fyrir æðislega viku og vonum að þær hafi skemmt sér jafn vel og við.

Stelpur, aldrei gleyma því hvað þið eruð frábærar!

Ölverskveðja
Starfsfólk unglingaflokks 2020

 

Ath. Óskilamuni má nálgast á skrifstofunni okkar á Holtavegi 28.