Komudagur

Þrettán hressar stelpur komu upp í Ölver í gær í rigningarveðri, en þær létu það ekki stoppa sig. Þær fengu skyr og pizzabrauð í hádegismat og var svo boðið upp á smá kynningu um svæðið. Eftir kaffitímann fóru sumar í pottinn á meðan aðrar föndruðu eða léku sér úti. Um kvöldið var svo farið í ratleik um svæðið og endað inni í kvöldvökusal í hópeflisleikjum. Stelpurnar fengu svo bænakonur inn á herbergi áður en þær sofnuðu allar sáttar og glaðar eftir daginn.
Myndir koma fljótlega inn á vefinn 🙂

 

Kveðja frá forstöðukonum,

Ólöf Birna og Guðlaug María