Á veisludegi vöknuðu stúlkurnar allar mjög hressar og fengu sér morgunmat. Eftir morgunmat var svo morgunstund þar sem var sögð saga um tvö menn sem annars vega byggði húsið sitt á bjargi og hins vegar á sandi. Einnig var sungið mikið á stundinni. Því næst fengu stelpurnar að skreyta bollaköku fyrir kaffitímann og mála trölladeig sem þær höfðu búið til daginn áður. Eftir hádegismatinn var svo farið í göngu. Í kaffitímanum borðuðu stelpurnar bollakökurnar sem þær höfðu skreytt og var svo boðið upp á að fara í hoppukastala, potta og föndra eftir kökuátið auk þess sem þær fengu að setja á sína eigin pizzu fyrir kvöldmatinn. Þegar kom að kvöldmatnum var búið að skreyta matsalinn og voru allir komnir í hrein og fín föt og flestar með fléttur í hárinu. Kvöldvakan sló algjörlega í gegn, en þar sáu stúlkurnar leikrit sem foringjarnir settu upp fyrir þær og fengu í lokinn íspinna og að klára að horfa á Aladdin myndina, sem náðist ekki að klára daginn áður. Stúlkurnar sofnuðu vært eftir viðburðaríkan dag.

Á brottfaradegi fengu stelpurnar viðurkenningar og smá stund með bænakonunum sínum, ásamt því að syngja nokkur lög saman og sjá foringjana syngja Ölverslagið í ár, en á hverju ári kemur nýtt lag sem er eurovision lag með Ölverstexta. Stúlkurnar pökkuðu niður dótinu sínu með aðstoð starfsfólks, fengu pylsur í hádegismat og fóru í leiki úti þar sem sólin var mætt á svæðið.

Við þökkum kærlega fyrir frábæran flokk og hlökkum til að sjá sem flestar aftur á næsta ári!

Kveðja frá forstöðukonunum,

Ólöf Birna og Guðlaug María