Hæhó og jibbí jei og gleðilegan 17.júní. Þessi frétt er nú samt um þann sextánda.

Hún verður þó í styttra lagi þar sem undirrituð þarf að setja krapvélina í gang, finna til andlitsmálningu og skreyta allan salinn með fánum og músastigum. Staffið hér heldur ss að 17.júní sé eitthvað lengri en hver annar fimmtudagur, og er svoleiðis búið að pakka dagskrá allan daginn, að hér kemst fólk ekki í pissupásu!

Gærdagurinn var rólegri.. eða svona, samt pakkaður af ævintýrum og skemmtun. Í hádeginu voru fiskibollur og meðví. Eftir hádegismat var svo hæfinleikakeppni. 7 flott atriði þar sem stelpurnar sungu, dönsuðu, sögðu brandara og sýndu frumsamið leikrit. Í kaffinu fengum við “bestu kanilsnúða lífs míns” og karmellulengjur. Hollustan í fyrirrúmi eins og alltaf í Ölveri. 

Eftir kaffi var boðið uppá stöðvar, þar sem þær máttu flakka á milli. Í boði var að föndra fyrir 17.júní, fara í hoppukastalann, dodgeball inní íþróttahúsi eða dansa í just dance leik. Allt mjög skemmtilegt og erfitt að velja á milli. 

En! Kl 6 var lífið ennþá betra. Við fengum vini okkar í Björgunarsveitinni á Akranesi til að kíkja í heimsókn með KASSAKLIFUR. “Það skemmtilegasta sem ég hef gert í Ölveri”.Myndir segja meira en 1000 orð, svo endilega skoða myndir dagsins. En þetta gegnur ss útá það að stafla gömlum kókkössum ofaná hvorn annan og klifra upp turnin á meðan. Að sjálfsögðu í bandi og enginn slasaði sig. Bara ótrúlega skemmtilegt og öðruvísi. 

Tók aðeins lengri tíma en við gerðum ráð fyrir svo við vorum að borða mat kl 20, en ég meina halló, þetter ævintýraflokkur !(: Kvöldvaka í styttra lagi og svo bara rakleitt uppí rúm. En svo bara uppúr rúminu og NÁTTFATAPARTÝ! Dansað og trallað útí nóttina, ásadans, leikrit og íspinnar. Þær voru ekki lengi að sofna skal ég segja ykkur og voru allar sofandi í dag þegar við vöktum þær, þrátt fyrir hálftíma “útsof”. 

Dagurinn í dag fer vel af stað, reyndar ekki sól en þurrt. Fáið uppdate og myndir á morgun. 

Eigið góðan dag

Gríma Katrín