Ekki eitt opið auga kl 9:30 þegar við vöktum þær í gær. 17.júní var soooldið mikið. Morgunmatur – tiltekt – biblíuslestur og brennó fyrir hádegismat, en þá fengum við dýrindis grjónagraut. Eftir mat fórum við í gönguferð. Alltaf gott að kíkja aðeins út fyrir grindverkið. Löbbuðum upp að steininum í fjallinu og fengum fallegt útsýni. Epli og leikir og svo rölt til baka. Þar biðu okkur vöfflur og brauðbollur.

Eftir kaffi var svokallaður ævintýragangur. Þá erum við starfsfólkið búnar að undirbúa stöðvar inní herbergjum hússins sem stelpurnar svo heimsækja. Eitt herbergi í einu, allar með bundið fyrir augun og eiga að leiðast. Á stöðvunum hittu þær m.a. Þyrnirós, sjóræningja, Gullbrá og strump. Skemmtilegar þrautir hjá þeim öllum. Eftirminnilegt og öðruvísi.

Fengum grænmetisbuff í kvöldmatinn. Stelpurnar boðuðu roosalega mikið, enda hvergi jafn góð grænmetisbuff og hér. Kvöldvaka með öllu tilheyrandi og seinust 2 herbergin voru með leikrit. „En við getum ekki bara farið að sofa, beint eftir kvöldvöku! Ekki í ævintýraflokki!“ Neinei auðvitað ekki, við horfðum á bíómynd (: Kung Fu Panda 1 með íslensku tali og allar frekar sáttar. Veit ekki hvort þær voru bara orðnar mjög þreyttar og komnar í svefngalsa, eða hvort að myndin sé bara svona ótrúlega fyndin, en ég hef aldrei heyrt jafn mikið hlegið af bíómynd. Fljótar að sofna og sváfu vel og lengi.

Veisludagur í dag. Við erum ennþá sól- og lúsmýslausar. Stefnum á lækinn og svo pottinn í dag. Veislumatur og veislukvökdvaka í kvöld og allir í sínu fínasta. Mikil spenna komin í hópinn.

Endilega skoða myndir frá flokknum.

https://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/albums/72157719464237880/page1

Kær kveðja, Gríma Katrín (: