Veisludagurinn var aldeilis skemmtilegur! Við fengum alveg æðislegt veður og höfðum vatsnrennibraut, hoppukastala, pott og útifjör allan daginn. Við kláruðum tónlistarmyndbandið sem var alveg geggjað. Við fengum frábæran mat og pizzu í kvöldmatinn. Kvöldvakan var rosalega skemmtileg, mikið fjör, hlegið og sungið. Foringjarnir voru með níu leikrit sem slóu í gegn. Stelpurnar fengu svo vöfflur með rjóma og sultu í kvöldkaffi. Við erum allar í skýjunum eftir þennan frábæra flokk. Vá hvað það er búið að vera skemmtilegt með þessum yndislegu stelpum sem eru orðnar svo góðar vinkonur eftir flokkinn.

Í dag er heimferðardagur. Morgunstundin var góð og við gátum spjallað saman um vikuna og notið þess að eiga góða stund áður en við höldum heim. Núna eru þær að keppa sinn síðasta leik í brennó á móti foringjunum, það verður spennandi að sjá hvort liðið vinnur. Eftir hádegismat tökum við lokastund þar sem þær fá viðurkenningar og horfa á tónlistarmyndbandið sem þær gerðu. Rútan kemur svo um þrjú leytið.

Takk fyrir æðislegan flokk, mikið hlakka ég til að hitta þessar stelpur aftur næsta sumar!

Kær kveðja Íris Rós