Eftir góðan nætursvefn var morgunmatur kl. 9.30. Við upphaf hans fórum við með morgunbæn og stelpurnar sungu nýjan morgunsöng sem er svo hljóðandi:

„Förum nú á fætur, fagna morgundís. Gefum degi gætur, Guði lof og prís.“ (Höf. Helgi Zimsen)

Lagið sungu þær í 3 röddum, mjög fagurt. Í morgunmat var boðið upp á hafragraut og cerios. Eftir hann fórum við í morgunleikfimi og dönsuðum við dynjandi tónlist Herra Hnetusmjörs. Því næst hlupu allir út til að syngja fánasönginn og fáninn dreginn á hún. Eftir tiltekt í herbergjunum sínum héldu stelpunar upp í salinn þar sem ég leiddi Biblíulestrarstund. Ég kenndi þeim að fletta upp í Nýja Testamentinu og leita eftir vissum ritningarversum og tengdi við að svona vers ættu þær ef til vill eftir að velja sér síðar þegar þær fermdust. Við sungum marga söngva og vinsælastur var nýji söngurinn okkar þar sem þær dansa hinn svokallaða „bolladans“ við. Sungið var dátt, hátt og kátt.

Hér er textinn að því lagi:

„Við erum komin hér í leikjaflokk. Föndrum og leikum okkur dátt. Við borðum góðan mat og ætlum að vera sátt, jafnvel alveg fram á nátt. Ölver, Ölver. Ölver er okkar staður nú. Höfum gaman, hlæjum saman, grettum okkur lítt í framan ó, Ölver er okkar staður nú.

Ég ætla´að gera hér svo ótalmargt. Kynnast fullt af stelpum hér. Ég ætla´hlaupa´um svæðið, þú nærð ekki mér ! Vil samt eignast vin í þér. Ölver, Ölver. Ölver er okkar staður nú. Höfum gaman, hlæjum saman, grettum okkur lítt í framan ó, Ölver er okkar staður nú. (Höf. Rósa)

Því næst var haldið út í brennó og allar stelpurnar stóðu sig vel í að spila í leikjunum og einnig að fylgjast með hinum spila. Í hádegismat var uppáhaldsmatur margra, grjónagrautur. Meðlæti var ljúffengt brauð með ýmsum tegundum af áleggi. Eftir hádegismat var varið í svokallaða Ölversleika. Keppt er þá í ýmsum greinum. Allir stóðu sig vel og gerðu sitt allra besta. Leikarnir eru mikið hópefli fyrir herbergin sem stelpurnar eru í þar sem þær kynnast vel. Í kaffinu voru kanelsnúðar, nýbakaðir og rosalega góðir. Eftir kaffi var slakað á og varið í heita pottinn, einnig gerðu stelpurnar sig fínar fyrir veislukvöldið sem var í vændum. Sumar puntuðu sig extra vel, aðrar gerðu vinabönd, föndruðu, lituðu myndir, léku sér frjálst eða æfðu á ukulele. Veislukvöldið var skemmtilegt, boðið var upp á ljúffengar pizzur í kvöldmat. Foringjarnir léku frábær leikrit fyrir stelpurnar og þær fylgdust með af athygli og mikið var hlegið. Í hugleiðingu kvöldsins var sögð sagan um Miskunnsama Samverjann úr Biblíunni og hún enduð með bæn og Faðir vorinu. Í kvöldkaffi var boðið upp á eplabita og vatn og ró var komin á um miðnætti. Skemmtilegur dagur í Ölveri að baki.

Kær kveðja, Rósa forstöðukona.