Stelpurnar vöknuðu í morgun um kl. 10:00 og áttu hefðbundinn og rólegan morgun.
Eftir hádegi var mjög hugguleg söngstund með ráðskonunni okkar en hún er hámenntuð í tónlist og kenndi stelpunum að radda og rödduðu þær „Ó blessuð vertu sumarsól“ í þremur röddum, virkilega flott og algjörleg dásamleg stund. Til að halda stelpunum við efnið, datt inn eitt og eitt leikrit frá foringjunum.
Við tókum kaffitímann úti og fórum svo í pottinn og gerðum okkur til úti í sólinni fyrir veislukvöldið.
Veislukvöldið gekk afskaplega vel. Maturinn fékk mikil fagnaðarlæti og starfsfólkið sló mikið meira en í gegn á kvöldvökunni. Það voru blendnar tilfinningar í lok kvöldvökunnar þegar það rann upp fyrir stelpunum að þær væru á leiðinni heim á morgun og því var ákveðið að lengja aðeins í kvöldinu og átti hópurinn dásamlega stund saman þar sem við bæði hlógum og grétum allar í kór.
Virkilega flottur og yndislegur veisludagur að baki hjá okkur í unglingaflokki.
Bestu kveðjur
Alla Rún, forstöðukona
Morgunverður: Hlaðborð
Hádegismatur: Pastasalat með öllu tilheyrandi
Kaffi: Bananabrauð og júgúrtkaka
Kvöldmatur: Pizza
Kvöldkaffi: Ávextir, rice krispies og kókoskúlur