Það er alveg hreint merkilegt hvað dagarnir fljúga hér í Ölver, komið er að lokadegi og stúlkurnar ekki alveg til í að fara heim – enda glampandi sól og frábært veður þegar þessi færsla er skrifuð.
Í gær, á veisludegi vöknuðu stúlkurnar kl.08 og voru sko klárar í daginn. Eftir hefðbundinn morgunmat, fánahyllingu og biblíulestur var áframhald á brennókeppninni. Hádegismaturinn voru dýrindis grænmetisbuff, kúskús og grænmetissósan og um matsalinn ómaði „þetta eru sko bestu buff sem ég hef smakkað“ – já það er nefnilega allur matur í Ölver svo góður, og þær Írena og Karítas sem eru í eldhúsinu í þessum flokki hafa fengð að heyra reglulega hvað þær elda og baka „allt geggjaðan gott“
Eftir hádegismat var farið niður að Hafnará, þar sem var burslað og leiki sér fram að kaffi. Boðið var upp á skúffuköku með bleiku kremi og ricekrispis kökur í kaffitímanum og að sjálfsögðu notuðum við sólina og borðuðum úti.
Þegar allar höfðu lokið við að borða, fóru þær í pottinn eða sturtu og græjuðu sig fyrir veislukvöldverðinni. Langar biðraðir mynduðust í flétturöðina og voru allir foringjar sem kunna að gera fastarfléttur virkjaðar í málið.
Boðið var upp á að horfa á það sem eftir var myndinni Prinsessan og froskurinn – en flestar stúlknanna voru úti að njóta góða veðursins.
Það voru prúðbúnar stúlkur sem settust til borðs í lokakvöldverðinum og mikil eftirvænting var eftir því að fá pizzurnar sem þær vissu að þær fengju í kvöldmat. Í eftirrétt fengu þær ís.
Um kvöldvökuna sáu starfmenn flokksins og var mikið hlegið og sprellað. Það voru þreyttar stúlkur sem fóru inn í herbergi að kvöldvöku lokinni, með sínum bænakonum og voru þær „extra“lengin inni á herbergjum til að fara yfir t.d ritngarversin þeirra, farið í leiki og lesið leeeennnnggggiii. Ró var komin í húsið fyrir miðnætti enda allir þreyttir eftir mikla útiveru og spenning.
Í morgun á lokadegi fengu þær að sofa til kl.08:30 og var það kærkomið. Morgunmatur, fánahylling og brennó var á sínum stað og er rétt í þessu að ljúka keppni vinningsliðsins og foringja. Þegar þessi frétt er skrifuð er ekki komið í ljós hvort það eru stúlkurnar í flokknum sem unnu eða foringjarnir – þið spyrjið að því þegar stúlkurnar ykkar koma heim :o) Eftir er af dagskrá lokastundin og hádegismatur, en þar fá þær pylsur fyrir heimferðina.
https://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/albums/72157719599188663
Viljum við starfsfólkið þakka fyrir frábæran flokk og hefur verið mjög gaman að kynnast flottu stúlkunum ykkar.
Kveðja
Brynja Vigdís, forstöðukona
Írena og Karítas – starfsm.í eldhúsi
Andrea Rut, Anna, Birta Líf, Nanna og Salóme – foringjar
Bríet Saga, Halldóra Soffía, Helga Vigdís, Júlía Rún og Bríet Saga – aðstoðarforingjar