Í dag 22.ágúst hefði kaffisalan okkar átt að fara fram. Vanalega erum við full tilhlökkunar á þessum degi, tilbúin að taka á móti fólki og fagna vel heppnuðu sumri. En nú lifum við heldur betur á öðruvísi tímum og verðum þar með að hugsa öðruvísi og í lausnum.
Við biðjum ykkur einlæglega að leggja þessu einstaka starfi lið, það er okkur svo mikilvægt. Ýmiskonar viðhalds verkefni bíða okkar og önnur mikilvæg verkefni sem við stefnum á, til að gera aðstöðuna okkar og starf enn betra.
 
Leggja má inn á reikning okkar sem samsvarar aðgangseyri kaffisölunnar. Að sjálfsögðu eru frjáls framlög einnig í boði.
Við munum draga úr potti þeirra sem leggja inn á okkur 1.sept og mun nokkrum heppnum berast óvæntur glaðningur frá okkur 😉
 
Ást og kærleikur og fyrirfram þökk <3
Stjórn Ölvers