Skráning fyrir sumarið 2022 hefst fimmtudaginn 3.mars kl.13 á sumarfjor.is. Flokkaskráin er mjög fjölbreytt að vanda þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Flokkar sumarsins eru í boði fyrir stelpur á aldrinum 7-15 ára en einnig er leikjanámskeið í boði fyrir öll börn á aldrinum 6-9 ára sem búa á Akranesi og nágrenni.

Við hlökkum mikið til sumarsins. Við leggjum mikla alúð í starfið okkar og erum þeirrar miklu gæfu aðnjótandi að fá til okkar frábært og reynslumikið starfsfólk á hverju sumri. Ölver er staðsett á dásamlega fallegum stað í faðmi fjalla þar sem ríkir gleði og kærleikur alla daga.

Vertu með í sumar!

 

STELPUR Í STUÐI

Stelpur í stuði er flokkur sérstaklega ætlaður stelpum á aldrinum 11-13 ára sem eru með ADHD og aðrar skyldar raskanir. Á staðnum verður reynslumikið starfsfólk og sérfræðingar á því sviði. Vönduð dagskrá og að sjálfsögðu verður haldið í Ölvershefðir.

ÆVINTÝRAFLOKKUR

Ævintýraflokkarnir okkar hafa verið gríðarlega vinsælir í Ölveri og færri komist að en vilja. Í þessum flokki fara stelpurnar úr einu ævintýri í annað , mikil dagskrá og brjálað fjör.

LISTAFLOKKUR

Í listaflokki fær sköpunargleðin heldur betur að njóta sín. Þar er lögð áhersla á listir og skapandi starf af ýmsu tagi. Nú verður boðið upp á tvo listaflokka, annars vegar fyrir 8-10 ára og hins vegar 11-13 ára stelpur.

LEIKJAFLOKKUR

Leikjaflokkur er flokkur fyrir stelpur á aldrinum 8-10 ára. Hér er skemmtileg og fjölbreytt dagskrá á ferðinni þar sem allar ættu að finna sér eitthvað við sitt hæfi.

KRÍLAFLOKKUR

Krílaflokkur er flokkur fyrir stelpur á aldrinum 7-9 ára. Hér er skemmtileg og fjölbreytt dagskrá í boði. Flokkurinn er tilvalin fyrir þær sem eru að stíga sín fyrstu skref í sumarbúðarlífinu.

UNGLINGAFLOKKUR

Unglingaflokkur er 7 daga flokkur fyrir stelpur á aldrinum 13-15 ára.  Frábær dagskrá í bland við slökun og dekur, útivist og óvæntar uppákomur.

HELGARPARTÝ!  

Helgarpartý er nýr helgarflokkur fyrir stelpur á adrinum 12-14 ára. Hann er bæði hugsaður fyrir vanar og nýjar Ölverstelpur. Kraftmikil og skemmtileg dagskrá alla helgina, stútfull af gleði!

 

*Fókusflokkurinn verður því miður  ekki í boði sumarið 2022 en við tökum vonandi upp þráðinn næsta sumar!

Fókusflokkur er tilvalinn fyrir allar þær sem vilja auka leiðtogafærni sína og hafa jákvæð og góð áhrif á sjálfa sig og aðra. Viðurkenndir markþjálfar hafa umsjón með flokknum.