16 hressar stelpur komu upp í Ölver í rjómablíðu. Þegar við komum upp í Ölver tók við okkur mikil sól og vorum þær mikið úti yfir daginn bæði að föndra og í leikum. Í hádegismatinn fengu stelpurnar ölversskyr og pizzubrauð. Kaffið var líka borðað úti í bongó blíðu. Eftir kaffið fóru stelpurnar í heita pottinn og hoppukastala. Í kvöldmatinn fengum stelpurnar steiktan fisk og kartöflubáta. Um kvöldið var svo kvöldvaka þar sem var sungið og nokkrar stelpur sýndu leikrit og hæfileika sína. Eftir það fengum við að heyra söguna þú ert frábær og enduðum við svo daginn á því að bænakonurnar þeirra áttu góða stund með þeim inn á herbergjunum þeirra. Allar sofnuðu vært og rótt.

Bestu kveðjur forstöðukonurnar,
Guðlaug María og Ólöf Birna