Fyrsti dagur flokksins gekk eins og í sögu. Algjört partý í rútunni og mikil spenna. Komum uppí Ölver um 12 leytið. Fórum þá yfir nokkrar reglur og röðuðum þeim svo í herbergi. 6-9 saman. Engar áhyggjur kæru foreldrar, allar vinkonur eru saman í herbergi (; 

Þegar þær höfðu komið sér fyrir í herbergjunum var hádegismatur – skyr og brauð með áleggi. Eftir mat gengum við allar saman hring um svæðið og fórum í nafnaleiki. Því næst fórum við í íþróttahús og kenndum þeim brennó – þjóðaríþrótt Ölvers. 

Í kaffinu var jógúrtkaka og kryddbrauð. Mjög vinsælt. 

Í beinu framhaldi af kaffitímanum fóru stelpurnar í ferð um ævintýraland. Þá voru þær með bundið fyrir augun og þannig leiddar inn í nokkur mismunandi herbergi þar sem ýmsar ævintýra persónur biðu þeirra. Til dæmi kafteinn Krókur, falska söngkonan, Vala væluskjóða og Aerobics kennari. 

Í kvöldmat var fiskur í raspi, kartöflur og með’ví. “Allir sem borða ekki fisk, borða samt fiskinn í Ölveri, hann er svo góður.” 

Kvöldvaka næst á dagskrá. Sungin skemmtileg lög, beðið bæn, hlustað á hugleiðingu um stofnun Ölvers og horft á leikrit. Hvert herbergi fær ss að vera með leikrit og/eða leik einu sinni yfir vikuna. Ég vil ekki monta mig, en langar samt að deila því með ykkur að eftir að hafa hitt stelpurnar 9 klst fyrr, gat ég þarna á kvöldvökunni þulið upp öll nöfnin. 48 stk. Geri aðrir betur (; 

Beint eftir kvöldvöku fóru stelpurnar útí skóg að leita að bænakonunum sínum. Hvert herbergi fær sína bænakonu, en bænakona er foringi sem sér um herbergishópinn sinn alla vikuna. Hún er til staðar ef eitthvað kemur uppá, kemur þeim í ró á kvöldin og passar að öllum líði vel. Þetta kvöld voru bænakonurnar extra lengi inná bænaherbergjunum, til að kynnast stelpunum almennilega. En þær lesa margar sögur, fara í stutta leiki eða syngja fyrir þær. 

Nóttin gekk ágætlega, nokkur tár á hvarmi en ekkert sem reynda, flotta starfsfólkið hér ræður ekki við. Dagur 2 gengur líka vel, so far. Morgunmatur – tiltekt í herbergjum – biblíulestur – brennó og svo hádegismatur. Klassískur morgun í Ölveri.

Klikkað plan i bígerð, þessi dagur verður ekki minni skemmtilegur en sá á undan.

 

Ég set inn fréttir um hádegisbilið alla daga en það koma inn myndir seint á kvöldin. Endilega fylgjast með því líka inná ölver.is. 

https://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/albums/with/72177720299782023

Eins og ég sagði niðrá Holtavegi í gær; ef þið heyrið ekkert frá mér, gengur allt vel. En ef þið viljið bjalla í mig eða hafið einhverjar spurningar, er símatími alla daga milli 18 og 19. 

 

Þangað til á morgun

Gríma Katrín, forstöðukona.