Hæhó og jibbí jei og gleðilegan 17.júní. Þessi frétt er nú samt um þann sextánda.

En í gær (fimmtudag) var sannkallaður ævintýradagur. Eftir morgunrútínuna góðu, fengu þær skemmtilegar fréttir. Við vorum að fara í óvissuferð!! og áttu þær að taka með sér sundföt, regnhelt, hlýtt og tannbursta. Fyrsti áfangastaðurinn var Vatnaskógur, þar sem við fengum að leika okkur úti í íþróttahúsi. Risa salur og hoppukastali, stinger, þythokký, ping pong, pool og fótboltaspilsborð, svo eitthvað sé nefnt. 

“Þeir eru með miklu flottar hús en við..” sögðu kófsveittar og sárar stelpur, en íþróttahúsið hér er ekki uppá marga fiska. Eiginlega bara enga. Ef einhver lumar á auka íþróttahúsi þyggjum við það með þökkum 😀 

En dagskráin í Vatnaskógi var heldur betur ekki búin. Við fórum næst útá bátana. En Vatnaskógur stendur við Eyrarvatn og eiga þeir marga flotta báta. Mjög gaman að prófa að fara útá þá, og helst prófa kajak, ára- og hjólabát. Kaffi í Gamla skála og svo aftur upp í rútu sem endaði á Hlöðum, sæt sveita sundlaug í 10 mín fjarlægð frá Vatnaskógi. Mikið gaman, mikið stuð. 

Það voru þreytt börn sem komu upp í Ölver rétt fyrir kvöldmat. Stutt kvöldvaka og svo, til að toppa daginn, BÍÓKVÖLD (: Salurinn fylltur af dýnum, sængum og börnum og horft á Múlan með popp í annari og djús í hinni. Góður endir á löngum degi. 

EN .. það hlaut að koma að þessu. Í nótt (kl 23:18 til að vera nákvæm) mætti lúsmýið 🙁 Þær eru bara ekki, og svo næstu mínútu eru þær. Sumar stelpur rumskuðu aðeins í nótt við þær og vöknuðu flestar með nokkur bit í morgun. Nokkrar stelpur hér eru greinilega með betra blóðið en við hinar, því þær eru ca 10 sem eru extra vinsælar hjá þessum óvelkomna gesti. Mildison, after bite og aloe vera eru nýju bestu vinir mínir. Það góða í þessu er að lúsmýið pælir lítið í okkur yfir daginn, en ræðst til atlögu um kvöldin og á nóttunni. Við erum með net fyrir öllum gluggum og það eru viftur inní öllum herbergjum sem hjálpar mikið.

Vonum að það hjálpi nóg og að þið sækið ekki eitt stórt bit í rútuna á sunnudaginn. 

Jæja, undirrituð þarf að setja krapvélina í gang, finna til andlitsmálningu og skreyta allan salinn með fánum. 17.júní kakan en að verða klár og stelpurnar að leggja af stað í skrúðgöngu. Þessi dagur verður geggjaður þrátt fyrir bit og ekkert frábært veður. 

Þangað til á morgun

Gríma Katrín