Góðan daginn héðan úr Ölver.  Hér hefur verið líf og fjör frá því komið var hingað uppeftir sl.þriðjudag.
Við komuna settustu allar stúlkurnar inn í matsal, þar sem farið var yfir nokkrar reglur og paktísk atriði og að því loknu var raðað niður í herbergi og passað var að allar vinkonur fengju að vera saman.

Eftir að þær komu sér fyrir í herbergjunum fengu þær skyr og brauð með áleggi í hádegismat.  Fóru þær svo í smá göngutúr um svæðið en þar sem það ringdi svo svakalega og allar orðnar gegn blautar var ákveðið að færa nafnaleiki og fleiri skemmilega leiki upp í kvöldvökusal.

Í kaffinu fengu þær súkkulaðiköku og karamellulengjur.

Eftir kaffið var farið út í íþróttahús þar sem farið var yfir brennóreglurnar og þær fengu aðeins að æfa sig.  Í frjálsum tímanum fram að kvöldmat, notuðu stúlkurnar tækifærið til að kynnast hvor annarri og svæðinu betur.

Ölvers-fiskur í raspi, kartöflubátar og meðlæti rann ljúflega niður í kvöldmatnum.

Þá var komið að fyrstu kvöldvökunni þar sem var sungið, beðið og hlustað á hugleiðingu, auk þess sem Fuglaver og Skógarver sáu um leikrit og leiki.
Áður en stúlkurnar fór inn á herbergi til að undirbúa sig fyrir nóttina, fengu þær litlar stílabækur og blýant sem þær ætla að nota til að skrifa dagbækur á meðan að á flokknum stendur.
Kvöldhressingin voru dásamlega sætar og góðar perur.
Þegar inn á herbergi var komið, biðu bænakonur herbergjanna eftir þeim þar.  Nýttu þær góðan tíma til að kynnast stúlkunum, lesa fyrir þær og/eða syngja, og voru extra lengi hjá þeim svona ef fyrsta kvöldið væri kannski örlítið erfitt.

 

Dagur 2
Fyrsta nóttinn gekk ágætlega og dagurinn byrjaði vel.  Hressar stúlkur mættu í morgunmat og hefðbundna morgundagskrá sem felur í sér fánahyllingu, tiltekt á herbergjum, biblíulestur og brennó-mót. En út allann flokkinn er brennó-mót á hverjum morgni, þar sem liðin 6 sem stúlkunum var skipt í fyrsta daginn, keppa hvert á móti öðru.  Sigurliðið keppir svo brennóleik við foringjana seinasta daginn.

Í hádegismat var boðið upp á dýrindis grænmetisbuff, hrísgrjón og salat.  Að máltíð lokinni hófu stúlkurnar undirbúning fyrir hárgreiðslusýningu og leyfðu þær heldur betur hugmyndafluginu að ráða för.  Sýndu þær mikla hæfileika og margar frumlegar greiðslur litu dagsins ljós.
Enn ringdi aðeins á okkur og því voru þær kannski ekkert ofurspenntar að vera mikið úti en létu það þó ekki stoppa sig í að vera með foringjunum niður í laut og búa til fallegt útilistaverk sem fær að stækka og þróast út flokkinn.

Risastórir kanilsnúðar og jógúrtkaka voru á boðstólnum í kaffinu og tóku stúlkurnar vel til matar síns.

Eftir kaffið skiptum við hópnum í tvennt,  þar sem 3 herbergi fóru í pottinn og 3 gerðu „geggjað góða“, eins og þær orðið það sjálfar, brjóstsykra sem þær fá með sér heim :o)

Hið sívinsæla hakk og spagetti var svo í kvöldmatinn og var hópurinn gríðarlega ánægður með það.
Heyrst hefur regulega þessa daga að þetta sé besti matur/kökur sem þær hafi smakkað og nokkrar hafa beðið um uppskriftir til að taka með heim.

Kvöldvakan var fjörug að vanda og að þessu sinni sá Hamraver um að halda uppi stuðinu.
Það voru þreyttar stúlkur sem lögðust sælar á koddana og ekki tók langan tíma að sofna.

 

Dagur þrjú byrjar vel og sólin virðist ætla að sýna sig aðeins hjá okkur í dag.  Enn sem komið er hefur engin stúlka kvartað undan því að hafa verið bitnar af lúsmý…. vonum við að það haldist svo :o)