Það voru hressar stúlkur sem vöknuðu hér í dásamlega Ölver, er vakið var við lög um Mamma Mia. Komu þær margar hverjar raulandi fram í morgunmat og við tók hefðbundin morgundagskrá.
Í hádegismat var tómatsúpa með hakki og fleira spennandi út í. Eftir hádegismatinn fóru stúkurnar að undirbúa sig fyrir hæfileikasýningu og þar voru ýmiss flott, frumleg og skemmtileg atriði sýnd.
Ölvers bollur með osti og sjónvarpskakan í kaffinu, vöktu mikla ánægju og fengu þær orku fyrir næsta dagskrárlið sem var að þau herbergi sem áttu eftir að gera brjóstsykur gerður það og þær sem ekki fóru í pottinn á öðrum degi gerðu það. Frjálsa tímann fram að kvöldmat notuðu stúlkunar í t.d að skrifa í dagbækurnar sínar, vera úti í alls konar leikjum, aparólan er alltaf vinsæl og eins að spila, enn aðrar notuðu timann til að spjalla og kynnast nýjum vinkonum.
Það var grjónagrautur í kvöldmatinn og kláraðist hann upp til agna.
Á kvöldvöku sáum Hlíðarver um skemmtiatriðin og eins var sungið og trallað.
Eftir kvöldhessingu fóru allar inn á herbergi að græja sig fyrir nóttina en þá mættu foringjar og aðstoðarforingjar með potta, pönnur og slegið var upp heljarinnar „Serkjó“ eða náttfatapartýi. Þar var dansað og sungið svo undirtók í húsinu. Að lokum fengu stúlkurnar ís og róuðu sig niður við að hluta á smá sögu. Voru allar snöggar að græja sig fyrir nóttina eftir partýið, svo þær hefðu tíma til að skrifa í dagbækurnar sínar eftir daginn og spjalla við bænakonunar sínar aðeins fyrir nóttina.
Þegar komin var komin að mestu ró í húsið, settust foringar og aðstoðarforingar fram á gang og sungu undursamlega þar til allar stúlkurnar í flokknum voru sofnaðar eftir fjöruga dag.
Hægt er að skoða myndir úr flokknum á slóðinni hér fyrir neðan, og bætt er við daglega myndum af öllu því skemmtilega sem stúlkurnar eru að bralla yfir daginn. https://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/sets/72177720300025160/