Stúlkurnar voru vaktar jafn blíðlega og þeim var komið í ró á kvöldi þrjú, er foringi gekk um gangana með gitar og söng ofurljúflega.

Eftir morgunmat og hefðbundna morgundagskrá var ávaxtasúrmjólk og brauð með fjölbreyttu áleggi á boðstólnum í hádegismat.  Að honum loknum var hópnum skipt í tvennt og nú tók við listadagskrá.  Gerðu allar stúlkurnar „Tie Dye“ boli og útkomuna verður gaman að sjá á þegar búið verður að láta þá draga í sig allann lit og skola úr þeim.  Þar sem ekki næst að þvo þá alla  (þar sem þarf að þvo einn og einn í einu í þvottavél) fá þær bolina með sér heim, aðeins búið að skola úr þeim og þurrka.  Leiðbeiningar varðandi þvott á bolnum – mikilvægt er að þegar hann er þveginn í fyrsta sinn í þvottavél sé ekkert annað sett með honum og ekki skal nota þvottaefni.

Þær sem ekki voru að gera „Tie Dye“ voru í íþróttahúsinu að mála með akríl málningu og var ótrúlega gaman að sjá hvað þær voru hugmyndaríkar og myndirnar fjölbreyttar.

Í kaffitímanum voru skinkuhorn og súkkulaðibitakökur sem stúlkunar voru afar ánægðar með, eins og allt annað sem boðið er upp á í matinn hér.

Eftir kaffi var hópnum aftur skipt í tvennt og annar hópurinn málaði á sig fumbyggja andlitsgrímur og hinn hlutinn skapaði listaverk úr greinum og garni.

Fiskibollur (grænmetisbuff fyrir þær sem vildu), hrísgrjón og karrýsósa voru á boðstólnum í kvöldmatinn.  Kvöldvakan var á sínum stað og auk þess að syngja, hlíða á hugleiðingu og bæn, sáum Fjallaver og Lindaver um skemmtiatriði kvöldsins.
Að kvöldvöku lokinn, fóru stúlkunar og háttuðu sig en í stað þess að var kallað í bíókvöld.  Fóru allar með sængur og kodda upp í kvöldvöku sal þar sem horft var á High school musical þætti og fengu þær popp að maula með.  Fyrir nóttina fengu þær svo smá ávexti áður en farið var inn á herbergi að sofa.  Nú í þessum töluðu orðum er að komast ró í öll herbergi, enda þreyttar stúlkur sem lögðust á koddann eftir viðburðaríkan dag.

Myndir frá deginum er hægt að sjá að vanda hér https://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/sets/72177720300025160/