Hæ hæ, komið að brottfarardegi og maður orðinn hálfklökkur við að þurfa að kveðja yndislegu stelpurnar í 4.flokki sumarsins hér í Ölveri.

Rútan með stelpum sem verða sóttar í Holtaveginn í Reykjavík, höfuðstöðvar KFUM og K, fer af stað héðan úr Ölver kl. 15.00.
Svo áætlaður komutími í Reykjavík er ca.kl. 16.00.
Fyrir aðra sem ætla að sækja stelpurnar í Ölver, er gott að koma á bilinu 14.30 – 15.00.
Margar stelpur úr flokknum koma úr nærsveitinni, úr Borgarnesi og af Akranesi og hefur verið gaman að sjá hversu vel allar stelpurnar hafa náð að tengjast og vonandi eignast vini góða.

Í dag að loknum morgunverði fórum við í það að pakka niður dótinu okkar síðan var mikil og skemmtileg samverustund þar sem alls konar var rætt, einnig fékk ég að spreyta mig í að læra öll nöfnin á stelpunum, en skráðar í flokkinn voru 49 stelpur.
Eftir stundina var brennó, besta liðið keppti við foringjana, æsispennandi keppni.
Í hádegismat verða grillaðar pylsur og við ætlum að borða úti í góða veðrinu.

Við höfum öll sem erum hér í Ölveri orðið vör við mýbit og lúsmýið verðist vera að heilsa upp á okkur þessa dagana. Svo nokkuð margar stelpur hafa verið bitnar og auðvitað þykir okkur það leitt, en samt virðast þær orðnar vanar þessu, því það er enginn sérstaklega leiður þ.e. þetta virðist ekki hrjá þær mikið, og þær farnar að þekkja þennan nýja íslenska sumargest okkar.
Því hefur verið spreyjað hér í allar áttir, borin á smyrsl og nú eru allir gluggar komnir með mjög þétt net, svo við erum vel varin fyrir þessum vágesti, sem er bara svo agnarsmár og stundum erfiður að eiga við.

Þakka samfylgdina þessa virku daga Ölversviku okkar. Vona að þið eigið gott sumar áfram. Framundan hjá okkur núna rétt í þessu er pylsuát og svo lokasamvera sem hefst kl. 14.00, þar sem verðlaun og viðurkenningarskjöl verða afhent, einnig sungið saman Ölverslagið 2022 sem er lag Reykjavíkurdætra að sinni, Tökum af stað, með aðlöguðum Ölverstexta 🙂
Kær kveðja
Rósa forstöðukona, ásamt:
Grímu , Guðbjörgu, ráðskonu og bakara og foringjunum:
Messíönu, Gunnhildi, Unni, Katrínu og Myrru. Og aðstoðarforingjunum: Andreu, Halldóru, Línu (sem á afmæli í dag), Iðunni Helgu og Grétu Petrínu.

Að lokum:
Hér er linkur inná myndasíðu flokksins,
4.flokkur Ölvers, inni á heimasíðu KFUM og K:

https://www.flickr.com/photos/kfum-kfuk-island/sets/72177720300161398/