Fyrsti flokkur sumarsins hófst í gær með 14 hressum stelpum! Byrjað var á því að gæða sér á skyri og pizzabrauði sem rann ljúft ofan í stelpurnar. Eftir hádegismatinn var haldið af stað í smá kynningarferð um svæðið og svo var föndrað og spilað. Stúlkurnar fengu svo vanilluköku og bananabrauð í kaffitímanum og voru sumar það ánægðar að þær vildu helst bara borða það í öll mál. Í kvöldvökunni var hæfileikasýning, svo að stelpurnar fengu tíma til að undirbúa sig fyrir hana og voru svo mörg flott atriði sýnd. Boðið var upp á ávexti fyrir svefninn og sofnuðu allar vært eftir viðburðaríkan dag.