Stelpurnar voru vaktar kl. 8 og fóru í morgunmat. Eftir að þær borðuðu morgunmat var farið á morgunstund þar sem sungin voru lög og sögð saman af Miskunsama samverjanum. Kókoskúlur voru gerðar eftir morgunstundina og var svo frjáls tími þar sem þær voru að teikna, fara í leiki í íþróttahúsinu og leika sér úti í rigningunni. Boðið var upp á hakk og spaghetti í hádegismat sem stelpunum fannst mjög gott. Gengið var upp að steini eftir hádegi í ágætu veðri og fengu stelpurnar svo að borða kókoskúlurnar sem þær höfðu búið til fyrr um daginn í kaffitímanum. Boðið var upp á að gera Tie Dye handklæði* og tóku allar stelpurnar þátt og fóru svo flestar í heita pottinn eftir á. Eftir kvöldmatinn var kvöldvaka þar sem stelpurnar sungu lög og heyrðu sögu og breyttist svo kvöldvakan í náttfatapartý þar sem var dansað saman í náttfötum. Náttfatapartýið endaði svo á bíókvöldi með poppi og ávöxtum og var horft á Freaky Friday. Stelpurnar sofnðu vært eftir viðburðarríkan dag.

*Varðandi Tie Dye handklæðin. Gott er ef að þvo handklæðin EIN OG SÉR, amk einu sinni áður en þau eru notuð, annars geta þau litað annan fatnað.