Dagurinn byrjaði líkt og fyrri dagar, stelpurnar vaktar kl. 9 og gerðu sig til fyrir morgunmat. Svo var biblíulestur eftir morgunmat og þá var fræðsla þar sem sagan af á bjargi byggði var sögð og talað um mikilvægi þess að hafa góða undirstöðu í lífinu. Stelpurnar föndruðu síðan hendi og skrifuðu gildi í þeirra lífi á þær svo drifu þær sig í brennó.
Eftir brennó var hádegismatur og í matinn voru Ölvers grænmetisbuff með kúskús. Síðan fengu stelpurnar fyrirmæli um að finna hettupeysur og koma inn í matsal og þar beið tollstjóri og þær þurftu að föndra vegabréf til að fara í ævintýraferð. Þar hittu þær sjóræningja, norn, Gullbrá og spákonu. Skemmtu stelpurnar sér konunglega. Að ævintýraferð lokinni var kaffitími og stelpurnar fengu nýbakaða pizzasnúða og subway kökur. Fjörið hélt svo áfram eftir kaffi og þá var kominn tími á tískusýningu, Ölvers top model. Þar fengu stelpurnar úthlutað: ruslapoka, garn og blöð til að klæða upp sitt model og nýttu þær blóm í náttúrunni til að gera fallegar hárgreiðslur. Var svo haldin tískusýning þar sem stelpur fengu að sýna sín model. Ótrúlega flott hjá þeim og mikil fjölbreytni.
Í kvöldmat var grjónagrautur með helling af kanilsykri sem stelpurnar borðuð af bestu lyst. Eftir kvöldmat var kvöldvaka þar sem var sungið, hlegið og tvö herbergi voru með skemmtiatriði. Þegar kvöldvakan var búin var stelpunum hent út í rigninguna í svokallaðan tuskuleik. Þar sem þær áttu að leysa þrautir og passi sig á “tuskunum”. Ef þið eru forvitin geti þið spurt stelpurnar ykkar út í þennan skemmtilega leik þegar þær koma heim ;). Það var svo farið beint í kvöld pott eftir tuskuleik og skolað af sér rigningu og drulluna. Svo var farið í háttinn og stelpurnar áttu stutta stund með bænakonu sinni áður en foringjarnir sungu fyrir stelpurnar frammi á gangi. Þetta var mjög kosy endir á viðburðaríkum degi og stelpurnar þreyttar og sáttar eftir dagin.
Bestu kveðjur, Kristrún forstöðukona.