Eftir fjörugan dag í gær fengu stelpurnar að sofa auka hálftíma í morgun, og þær voru sáttar með það. Eftir morgunmat var morgunstund og brennó. Í hádegismat var pastasalat, eftir hádegismat var brjóstsykursgerð og útileikir í góða veðrinu. Bjóstsykursgerð var afar vinsæl þar sem stelpurnar fengu að velja bæði lit og bragð sjálfar. Svo var komið tími á kaffi, þar var boðið upp á nýbakaða köku og skinkuhorn. Eftir kaffi skelltu þær sér í sundföt og í slip and slide rennibraut, sem var lögð í brekkuna úti og fóru þær margar ferðir, sem var algjör veisla. Þegar stelpurnar voru búnar að renna sér var skellt sér í heita pottinn. Eftir fjörið úti voru stelpurnar orðnar svangar og í kvöldmatin var gómsætur cornflex kjúklingur og kartöflur. Kvöldvaka var svo næst á dagskrá og líkt og fyrri kvöld var sungið, hlegið og notið þess að vera saman. EN í miðri kvöldvöku mætti Lísa í Undralandi og sagði stelpunum að þær voru fastar í Undralandi og þurftu að komast aftur í Ölver með því að finna Kanínuna og Hattarann. Svo voru riddarar Hjartadrottningarinnar að fanga þær í dýflissuna. Þær þurftu svo að finna Lísu aftur til að fá lykil úr Undralandi og loks að komast til Hvítu drottningarinnar sem hleypti þeim aftur í Ölver. Bráðskemmtilegur ævintýraleikur sem endaði í kaffihúsakvöldi þar sem boðið var upp á nýbakaðar vöfflur með sykri og sultu einnig boðið upp á ávexti, smákökur og karamellulengjur. Sofnuðu allar stelpurnar um leið og þær fóru upp í rúm, þreyttar og sælar eftir spennandi ævintýralegan dag.

 

Bestu kveðjur, Kristrún forstöðukona.