Nýr dagur er runnin upp í Ölver og fjörið heldur áfram. Stelpurnar byrjuðu daginn á að borða morgunmat. Eftir morgunmat var gefinn tími til að taka til í herbergjunum, áður en það var farið á biblíulestur þar sem talað var um gullnu regluna og mikilvægi þess að vera góðar hvor við aðra. Brennó var svo næst á dagskrá, þar á eftir voru fiskibollur í hádegismat. En í hádegismat mætti óvæntur gestur, Loreen sigurvegar Eurovision mætti og tók lagið (eða foringi fór í búning), stelpurnar hittu svo fleiri fyrrum Eurovision þátttakendur í gegnum daginn, til að nefna Daða, Verka Serduchka, úlfinn frá Noregi, Kaarija og fleiri. 

 

Að hádegismat loknum  var farið í göngu, eftir gönguna voru stelpurnar svangar og hentaði þá vel að fá nýbakaða kanilsnúða og bananaköku. Eftir köku var kominn tími á hæfileikakeppnina þar sem stelpurnar sýndu okkur frábær atriði, það var sirkus, dansað, sungið, leikið og teiknað. Eftir Hæfileikakeppnina var boðið upp á sturtu og hoppukastala. Í kvöldmatin var Ölvers pizza sem var afar vinsæl. Að kvöldmati loknum var kvöldvaka, þar sem Duncan Laurence mætti og tók lagið með stelpunum. Eftir kvöldvöku var bíó kvöld þar sem stelpurnar fengu brjóstsykur og popp. Aðeins rólegra kvöld en áður, enda mikið búið að vera í gangi, allar steinsofnuðu um leið og þær voru búnar að hátta.

 

Bestu kveðjur, Kristrún forstöðukona