Hæhó og jippí jei og jibbí jei það er komin 17.júní!! 

Í dag var sko aldeilis fjör, enda 17. júní og líka veisludagur. Dagurinn byrjaði eins og áður með morgunmat, morgunstund og brennó. Í hádegismat voru tortillur með hakki, grænmeti og snakki. Eftir hádegsmat fengu stelpurnar að föndra íslenska fánann og fengu andlitsmálningu fyrir 17.júní skrúðgöngu. Þegar skrúðgönguni lauk var farið í kaffi þar sem var boðið upp á glæsilega fánaköku og krap. Fjallkona Ölvers mætti líka og las ljóð fyrir stelpurnar, svo kíkt trúður og trallaði fyrir stelpurnar. Eftir kaffi fóru allir í sturtu eða heita pottinn og farið var í spariföt og allar sem vildu fengu fastar fléttur. Svo var veislukvöldmatur, boðið var upp á hamborgara og franskar og meira krap í eftirrétt. Að kvöldmati loknum var veislukvöldvaka þar sem var sungið og hlegið. Foringjarnir sáu um skemmtiatriði og var það afar vinsælt hjá stelpunum. Eftir svakalega kvöldvöku var háttað og áttu stelpurnar góða og langa stund inni á herbergjum með bænakonunni sinni. Allir voru sáttir en frekar þreyttir eftir 6 fjöruga daga í Ölver. Stelpurnar eru spenntar að koma heim, p.s. þær verða örugglega mjög þreyttar þegar þær koma heim. 

Þá er síðasti dagur af þessum frábæra flokki runninn upp. Dagurinn byrjaði á morgunmat, svo fengu stelpurnar tíma að pakka. Þegar stelpurnar voru búnar að pakka var komin tími á úrslitaleik brennó keppninnar og lið Daða og Gagnamagnsins sigruðu, fékk liðið síðan að spila við foringjana og eftir þann leik spiluðu allar stelpurnar á móti foringjunum. Þá var komið að pulsum í hádegismat og þar á eftir lokastund. Fyrst var sögð sagan um Týnda sauðinn og svo var verðlaunaafhenging sem endaði með því að foringjarnir sungu fyrir stelpurnar Ölverslagið í ár. Svo var loka bænaherbergi og stelpurnar fengu bæklinga sem bænakonur höfðu skrifað í. Svo drifu allir sér í rútu og sungu þær Ölverslög á leiðinni heim í rútunni.

Takk fyrir að treysta okkur fyrir stelpunum ykkar, þær eru alveg einstakar og við vonum að sjá þær aftur í Ölver á næsta ári 🙂

Bestu kveðjur, Kristrún forstöðukona