mánudagur – 10. júlí

Fagur flokkur frækinna Ölversstelpna mættu á Holtaveginn í frábæru veðri. Spennan var áþreifanleg enda langflestar miklir reynsluboltar og vita við hverju má búast. Við mættum í Ölver upp úr kl. 12 í enn þá betra veður.
Þær komu saman inn í matsal og við fórum yfir reglur og við hverju mætti búast. Eftir það fóru þær og komu sér fyrir í herbergjunum sínum, þar sem vinkonur voru auðvitað saman. Í Ölveri eru sex herbergi: Hlíðaver, Hamraver, Fjallaver, Fuglaver, Lindaver og Skógarver. Þegar allar höfðu komið sér fyrir bauð Fanney ráðskona stelpunum upp á skyr og pizzabrauð. Eins og sannir Íslendingar voru allir þá komnir með sólviskubit og fórum við rakleiðis út á fótboltavöll í hópleiki.
Að loknum kaffimat var boðið upp á slip-n-slide sem þær tóku mjög vel í. Einnig var boðið upp á að fara í pottinn. Það var þvílík strandstemming og allir í góðum gír. Á kvöldvöku kvöldsins voru Fugla- og Fjallaver með atriði og stóðu sig með prýði.
Kvöldvakan var aðeins trufluð því allir foringjarnir voru horfnir. Því nú var komin bænakonuleit! Stelpurnar fóru út og leituðu hátt og lágt en bænakonurnar fundust ekki. Þær komu svo með látum niður í laut og byrjuðu danspartý sem endaði í afhjúpun bænakvenna. Eftir langar húðumhirðurútínur og fataskipti áttu stelpurnar svo góða stund með bænakonunum sínum fyrir svefninn.

Ölverskveðjur:

Kristrún Guðmunds forstöðukona

Vegna tæknilegra vandamála er fréttin sein, afsakið það

Matseðill:
hádegi: skyr og pizzabrauð
kaffi: jógúrtkaka og appelsínur
kvöldmatur: kfc fiskur, kartöflur og strengjabaunir
kvöldkaffi: epli

Hér má sjá myndir frá fyrstu dögunum.