Veisludagur

Síðasti heili dagurinn okkar hér saman hefur verið ljómandi góður.

Hefðbundin dagskrá var fyrir hádegi með morgunmat, fánhyllingu, morgunstund og brennó.

Á morgunstundinni héldum við áfram að fletta upp í nýja testamentinu og svo heyrðu þær söguna um miskunsama samverjann.

Í hádegismat var grjónargrautur og brauð og féll það í góðan jarðveg. Eftir hádegi var hæfileikasýning og margar sem tóku þátt. Atriðin voru mjög fjölbreytt, finnleikar, söngurr, dans, gátur og leikrit svo eitthvað sé nefnt. Eftir sýninguna var frjáls tími fram að kaffi en stelpurnar hafa verið mjög duglegar að vera úti í frjálsa tímanum.  Í kaffitímanum var jógúrtkaka og kanilsnúðar. Eftir kaffi var boðið upp á heita pottin hoppukastala og frjálst. Þær sem vildu gátu svo fengið fléttur eða annað í hárið fyrir veislkvöldverðnn. Við erum svo heppinn að vera mjög vel mönnuð þessa vikuna, fyrir utan fasta starfsfólkið okkar eru hér 8 aðstoðarforingjar sem hafa verið duglegir að leika, greiða hár og dunda með stelpunum, algjörlega ómetanlegt framtíðarstarfsfólk.

Í kvöldmat var svo pizzaveisa og svo var kvöldvaka þar sem starfsfólk var með leikrit og skemmtu allir sér vel. Kvöldvakan endaði með hugleiðingu sem fjallaði um bænina.

Eftir annasaman dag gekk stelpunum vel að sofna og var komin ró í húsið fyrir miðnætti.

Rútan fer svo frá Ölveri kl. 14:00 á morgun (27.júlí)

 

Myndir birtast hér

Bestu kveðjur Erna Björk