Stelpurnar voru vaktar kl. 9 í morgun, þær voru ekki lengi að koma sér og fætur og allar mættar í morgunmat kl 9.15. Eftir morgunmat fengu stelpurnar tíma til að taka til í herbergjunum. Þetta er afar mikilvægt fyrir hegðunarkeppnina sem er í gangi alla vikuna í Ölver, þar sem stelpurnar fá stjörnur og broskalla út frá tiltekt og hegðun.
Morgunstund var svo næst á dagskrá fengu stelpurnar að heyra söguna af Kristrúnu Ólafsdóttur sem stofnaði Ölver. Hún var ótrúleg kona sem með þrautsegju, útsjónarsemi og heitri trú á Guð stofnaði Ölver og hélt áfram að vinna að uppbyggingu hér fram á sinn síðasta dag.
Eftir morgunstund var farið í brennó, það er hefð í Ölver að fara í brennó og á hverjum degi eftir morgunstund fara stelpurnar í brennó og er brennókeppni í gangi alla vikuna. Í hádegismat var svo grænmetisbuff og kúskús.
Ævintýragangur var svo næst á dagskrá, þar sem stelpurnar fengu að heimsækja barbie world. Þetta var algjört stuð og stelpunum fannst mjög gaman. Í kaffitíma fengu stelpurnar Ölversbollur og skúffuköku með helling af kremi. Eftir kaffitíma var hæfileikasýning og þar var sungið, dansað og töfrað. Þegar hæfileikakeppnin var búinn fengu stelpurnar að búa til brjóstsykur, sem var afar vinsælt og sérstaklega gaman fannst þeim að fá að smakka heita ferskan brjóstsykur. Svo var komið að kvöldmat og í kvöldmatinn var lasagne og borðuðu þær allar af bestu lyst, meira að segja þeim sem fannst ekki lasagne gott :P. Eftir kvöldmat var kvöldvaka þar sem var sungið og nokkur herbergi fengu að sýna leikrit. En þegar stelpurnar héldu að kvöldvakan væri búin og það væri komin tími á að hátta, mætti Dumbeldorf úr Harry Potter heiminum, og sendi þær út í Harry Potter leik. Þar sem þær áttu að finna Ron, Hermione og Harry Potter til að vinna leikin, á meðan vitsugur og Voldemort hlupu á eftir þeim. Þetta var mikið fjör, og að leik loknum var farið inn í matsal og þar beið eftir þeim Harry Potter kaffihúsakvöld. Þar sem þær fengu vöfflur og heitt kakó, það fannst stelpunum rosa gott eftir að hafa hlaupið heillengi. Svo var háttað, burstað og þær enduðu daginn á góðri stund með bænakonum inná herbergjum.
Bestu kveðjur, Kristrún forstöðukona