Á skrifandi stundu sit ég og horfi út um gluggan þar sem sólinn er að setjast hérna eftir frábæran dag í Ölver. Í dag er búinn að vera skemmtilegur dagur, við byrjuðum daginn eins og venjulega með morgunmat, fánahyllingu og morgunstund. Á morgunstundinni var talað um þakklæti og talað um mikilvægi þess að vera þakklátur fyrir bæði litlu og stóru hlutina í lífinu. Í hádegismat var cornflex kjúklingur og kartöflur sem slóu alveg í gegn hjá stelpunum. Svo var komið að hátíðlegu Ölversleikunum sem margar stelpur voru búnar að bíða spenntar eftir. Að loknum Ölversleikum var boðið upp á kaffi úti í sólinni, í kaffinu var karamellulengjur og sjónvarpskaka. Svo var komin tími á að skola úr tie dye og hengja upp bolina og þeir voru ekkert eðlilega nettir. ATH: Áminning til foreldra er að það þarf að þvo bolina sér í fyrsta þvotti, það má þvo þá á venjulegu prógrammi en það má ekkert annað vera í þvottavélinni🙂.
Þegar stelpurnar voru búnar að skola og hengja upp bolina skelltu þær sér í pottinn og það var sett upp slip and slide. Stelpurnar skemmtu sér konunglega úti í sólinni alveg fram af mat, í matinn var tortillur með helling af góðu meðlæti. Eftir kvöldmat var kvöldvaka og sem endaði með bíó þar sem stelpurnar fengu loksins að borða brjóstsykurinn sem þær gerðu í fyrradag. Svo endaði kvöldið á rólegri stund með bænakonu.
Bestu kveðjur, Kristrún forstöðukona