Ótrúlegt en satt þá er síðasti dagurinn runninn upp. Stelpurnar voru vaktar kl 9 og mættar í morgunmat kl 9.30, eftir morgunmat var þeim gefinn tími í að pakka. Þegar allar voru búnar að pakka var tími á morgunstund og þá voru Ölverslögin sungin í síðasta skiptið. Eftir morgunstund var foringjabrennó þar sem stelpurnar fengu að spila brennó á móti öllum foringjunum, en foringjarnir höfðu sigurinn í þetta skiptið (eða alltaf). Svo biðu grillaðar pylsur eftir stelpunum strax eftir brennó. Að loknum hádegismat var lokastund og stelpurnar fengu loksins að vita hver vann allar keppnirnar. Eftir lokastund beið rútan og stelpurnar fótu sáttar heim.

Óskilamuni er hægt að sækja á Holtveg 28, sjá opunartíma á vefsíðu kfum.is

Bestu kveðjur, Kristrún forstöðukona