Það var flottur hópur stúlkna sem mætti í Ölver, tilbúinn í skemmtilegan Listaflokk.

Stelpurnar byrjuðu á að koma sér fyrir í herbergjunum sínum og fengu svo hádegismat, dýrindis skyr og pizzabrauð. Næst var farið í skoðunarferð um svæðið, en við erum heppin með hversu stórt og fallegt svæði við höfum. Næst var að gæða sér á jógúrtköku og kanilsnúðum áður en Top model keppnin hófst. En þá fá stelpurnar einn einnota hanska, kaffifilt poka og ruslapoka. Þær máttu svo nota það sem þær vildu úr náttúrunni og úr varð glæsileg búninga sýning.

Eftir Top model keppnina var brennó kennsla og síðan kvöldmatur, í matinn var steiktur fiskur og kartöflubátar. Á kvöldvökunni sýndu foringjar smá leikrit og sungum við svo saman skemmtileg Ölverslög, stúlkurnar voru svo sendar út að finna út hver bænakonan þeirra var, kvöldhressing beið stúlknanna þegar þær komu úr bænakonuleit.

Svo var kominn tími á að fara í rúmið eftir skemmtilegan dag, en foringjar eru inni hjá stúlkunum á kvöldin og fara í leiki, lesa og biðja bænir áður en farið er að sofa.

Myndir eru væntanlegar inná myndasíðuna okkar.

 

Bestu kveðjur,

Guðbjörg forstöðukona