Stelpurnar voru vaktar aðeins seinna í morgun því þær fóru seinna í rúmið í gærkvöldi. Eftir morgunmat og fánahyllingu tóku stelpurnar til í herbergjunum og héldu svo á biblíulestur, þar heyrðu þær söguna um týnda sauðinn. Boðskapur sögunnar er sá að Guð elskar okkur öll og fyrir honum erum við öll mikilvæg.
Næst á dagskrá var brennó og hádegismatur þar sem boðið var uppá fiskibollur. Þá var komið að hæfileikasýningu stelpnanna og sáum við vel fjölbreytt hæfileikasvið þessara flottu stelpna, eftir kaffi gerðu stelpurnar brjóstsykur og fóru svo í heita pottinn.
Í kvöldmat var ávaxtasúrmjólk og brauð. Núna eru stelpurnar í smá frjálsum tíma áður en þær fara á kvöldvöku.

Minni á að heimferðadagur er á Sunnudaginn

Myndir

Bestu kveðjur
Guðbjörg forstöðukona